Atvinnumála- og kynningarráð

41. fundur 06. febrúar 2019 kl. 08:15 - 09:20 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Heiðrún Villa Ingudóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Heiðrún Villa Ingudóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Rúna Kristín Sigurðardóttir, mætti í hennar stað.
Varaformaður Tryggvi Kristjánsson stjórnaði fundi.

1.Heimsóknir í fyrirtæki 2019; tillaga

Málsnúmer 201901022Vakta málsnúmer

Á 40. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:

"Undanfarin ár hefur eitt af verkefnum atvinnumála- og kynningarráðs verið að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og/eða fá ákveðnar atvinnugreinar á fund ráðsins.

Markmiðið með þessum heimsóknum er að kynna sér starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu og fá betri yfirsýn yfir stöðu atvinnulífsins og framtíðarhorfur.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að heimsóknum í fyrirtæki út kjörtímabilið. "

Með fundarboði fylgdi tillaga þjónustu- og upplýsingafulltrúa að heimsóknum í fyrirtæki og/eða heimsóknir rekstraraðila á fund atvinnumála- og kynningarráðs.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að skipuleggja fund með ferðaþjónustuaðilum sem verður haldinn 6. mars 2019.

2.Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; sérreglur Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201810001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsettur þann 30. janúar 2019, þar sem vísað er til bréfs Dalvíkurbyggðar dagsett þann 19. desember 2018.
Ráðuneytið hefur farið yfir tillögur sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan þessi:

Tillaga nr. 1 samþykkt.
Tillaga nr. 2 samþykkt.
Tillaga nr. 3 samþykkt.
Tillaga nr. 4 synjað á þeirri forsendu að laga- og reglugerðarákvæði um löndun tvöfalds magns byggðakvóta eru skýr og verða ekki samþykktar undanþágur frá því lagaákvæði.
Tillaga nr. 5 samþykkt.

Samkvæmt ofansögðu verða sérreglur Dalvíkurbyggðar eftirfarandi:

Dalvíkurbyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi viðauka/breytingum.:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.
b) Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þesari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann, þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá 894. fundi byggðráðs; Frá Eyþingi; Styrkir vegna sértakra verkefna sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 201901061Vakta málsnúmer

Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 20. janúar 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á rafbréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæði. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019. Óskað er eftir að umsóknum sé forgangsraðað á hverju svæði landshlutasamtaka fyrir sig.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningarráðs."

Til umræðu ofangreint.

4.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Á 40. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna eftir tillögu að markaðssetningu myndbandanna innan heimildar í starfs- og fjárhagsáætlun 2019."

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti skýrslu um kynningu á fyrsta myndbandinu. Á fundinum var farið yfir áframhaldandi markaðssetningu á kynningarmyndböndunum.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að halda áfram að markaðssetja kynningarmyndböndin í samræmi við tillögu um markaðssetningu sem lögð var fram 9. janúar s.l.

7.Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201902026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 50.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Nefndarmenn
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Heiðrún Villa Ingudóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Heiðrún Villa Ingudóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi