Vinnuhópur um Gamla skóla og Friðlandsstofu; fundargerð 1. fundar.

Málsnúmer 202102064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 975. fundur - 11.02.2021

Sveitarstjóri kynnti fundargerð 1. fundar vinnuhóps um Gamla skóla og Friðlandsstofu frá 12. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 977. fundur - 01.03.2021

Til kynningar fundargerð 2. fundar vinnuhóps um Gamla skóla og Friðlandsstofu frá 24. febrúar 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá upplýsingar um kostnað við úttekt AVH.

Menningarráð - 84. fundur - 05.03.2021

Til kynningar fundargerð 1. fundar vinnuhóps um Gamla skóla og Friðlandsstofu frá 12. janúar og 2. fundar frá 24. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 978. fundur - 11.03.2021

Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars sl. var sveitarstjóra falið að fá upplýsingar um kostnað við úttekt AVH. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra þá er kostnaðurinn allt að kr. 409.500 án vsk.

Á viðhaldsáætlun Eignasjóðs er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna Gamla skóla. Metið er að hægt sé að mæta ofangreindum kostnaði innan ramma viðhalds Eignasjóðs, ef á reynir.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan kostnað og felur vinnuhópnum að halda áfram með verkefnið.

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

Með fundarboði fylgdi fundargerð 4. fundar vinnuhópsins frá 30. ágúst 2021 um Gamla skóla og Friðlandsstofu og samningur um styrk í gegnum SSNE um sértæk verkefni sóknaráætlunar sem var undirritaður þann 31. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 345. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
fundargerð vinnuhóps um Gamla skóla frá 23.02.2022.
Drög að umsókn í C.01. sértæk verkefni vegna sóknaráætlana vegna Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð. Þar kemur fram að elsti hluti Gamla skóla á Dalvík verði endurbyggður til að hýsa verkefnið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að send verði inn umsókn skv. ofangreindu."


Vinnuhóp vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu skipa:
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Rúna Kristín Sigurðardóttir (D)
Kristján Hjartarson (J)

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindisbréf vinnuhópsins til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar, sjá 1. lið hér að ofan.

Byggðaráð - 1091. fundur - 14.12.2023

Til umræðu og upplýsingar staða verkefnsins "Friðlandsstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð" samkvæmt samningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar með gildistímanum frá 31. ágúst 2021 og til ársloka 2023.

Upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri gerðu grein fyrir samskiptum og upplýsingagjöf til SSNE og Byggðastofnunar varðandi samninginn; stöðuskýrsla og tilfallinn kostnaður sveitarfélagsins varðandi verkefnið.

Samkvæmt rafpósti frá SSNE þann 21. nóvember þá kemur fram að samkvæmt fundi með starfsmönnum Byggðastofnunar þá hafa allir skilning á stöðunni og mikill velvilji er í garð verkefnisins. Engu að síður er lagt til að verkefninu verði lokað og hluta af útgreiddum styrk skilað. Ef eitthvað kemur fram sem breytir þeirri stöðu sem er uppi þá er SSNE og Byggðastofnun til samtals um það.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að verkefninu verði lokað og hluta af 10 m.kr. styrk sem var greiddur 2021 verði endurgreiddur.
Unnið er að framtíðarsýn um safnamál í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og upplýsingar staða verkefnsins "Friðlandsstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð" samkvæmt samningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar með gildistímanum frá 31. ágúst 2021 og til ársloka 2023. Upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri gerðu grein fyrir samskiptum og upplýsingagjöf til SSNE og Byggðastofnunar varðandi samninginn; stöðuskýrsla og tilfallinn kostnaður sveitarfélagsins varðandi verkefnið. Samkvæmt rafpósti frá SSNE þann 21. nóvember þá kemur fram að samkvæmt fundi með starfsmönnum Byggðastofnunar þá hafa allir skilning á stöðunni og mikill velvilji er í garð verkefnisins. Engu að síður er lagt til að verkefninu verði lokað og hluta af útgreiddum styrk skilað. Ef eitthvað kemur fram sem breytir þeirri stöðu sem er uppi þá er SSNE og Byggðastofnun til samtals um það.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að verkefninu verði lokað og hluta af 10 m.kr. styrk sem var greiddur 2021 verði endurgreiddur. Unnið er að framtíðarsýn um safnamál í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu byggðaráðs um að verkefninu um Friðlandsstofu - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð verði lokað og hluta af 10 m.kr. styrk sem var greiddur 2021 verði endurgreiddur. Áfram verði unnið að framtíðarsýn um safnamál í Dalvíkurbyggð.