Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer
Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var til umfjöllunar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur. Byggðaráð samþykkti samhljóða að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð drög að samkomulagi við verktaka á grundvelli ofangreindra gagna og upplýsinga, í samræmi við umræður á fundinum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs, veitu- og hafnasviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 10. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir stöðu mála.