Á 110. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2021. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 232,2 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.505.808 kr. Skoða uppfærslu á reglum á jöfnun húshitunarkostnaðar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna jöfnunar. Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að uppfæra reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar og leggja fyrir ráðið."
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að uppfæra reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar og leggja fyrir ráðið.