Félagsmálaráð

255. fundur 14. desember 2021 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Beiðni um akstursþjónustu

Málsnúmer 202111098Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202111098

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112038Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202112038

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112031Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202112031

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112049Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202112049

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202109134Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202109134

Bókað í trúnaðarmálabók

6.Upplýsingabeiðni frá nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks og fullorðinna með geðrænan vanda

Málsnúmer 202112050Vakta málsnúmer

Lagt fram rafbréf dags. 15. nóvember 2021 frá nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Nefndin er skipuð samkvæmt þingsályktun Alþingis frá 12.júní sl. Nefndinni er meðal annars ætlað að frakvæma úttekt þar sem safnað er saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda og leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknar. Sérstök áhersla skal vera lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag.
Lagt fram til kynningar.

7.Bætt aðgengi fyrir fatlaða

Málsnúmer 202110052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Öryrkjabandalaginu dags. 20.10.2021 varðandi bætt aðgengi fatlaðs fólks að eignum og stofnunum sveitarfélaganna.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að vinna í málinu með starfsmönnum framkvæmdasviðs.

8.Mikilvægi skjótra viðbragða vegna upplýsingaöflunar í tengslum við þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202111025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 05.11.2021. Tveir starfshópar skipaðir af félags- og barnamálaráðherra annarsvegar hópur um heildarendurskoðun á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og hins vegar hópur um greiningu á kostnaðarþróun hjá sveitarfélögum í þjónustu við fatlað fólk. Fram að þessu hafa starfshóparnir verið að senda fyrirspurnir til sveitarfélaga vegna þessara verkefna. Óskað er eftir að þessum fyrirspurnum verði svarað fljótt og vel því starfshóparnir eiga að ljúka vinnu sinni sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um fjárstuðning til starfsemi Stígamóta árið 2022

Málsnúmer 202111042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 03.11.2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til Stígamóta.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ráðið styrkir Aflið systrafélag Stígamóta.

10.Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 202112001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.11.2021 .þar sem kynnt er breytt skipulag barnaverndar. Breytingar þessar taka gildi að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum 28.maí 2022. Samkvæmt lögum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.
Lagt fram til kynningar.

11.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fjárhagsstaða félagsmálasviðs árið 2021
Lagt fram til kynningar.

12.Jöfnunarsjóður 2021

Málsnúmer 202111072Vakta málsnúmer

Teknar fyrir greiðslur jöfnunarsjóðs
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi