Lagt fram rafbréf dags. 15. nóvember 2021 frá nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Nefndin er skipuð samkvæmt þingsályktun Alþingis frá 12.júní sl. Nefndinni er meðal annars ætlað að frakvæma úttekt þar sem safnað er saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda og leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknar. Sérstök áhersla skal vera lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag.