Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins.
Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig:
"Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ."