Umhverfisráð

367. fundur 13. janúar 2022 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Emil Einarsson boðaði forföll, Snæþór Arnþórsson sat fundinn í hans stað.

Lilja, Snæþór og Katrín sátu fundinn í Upsa en aðrir fundarmenn sátu fundinn í fjarfundi.

1.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103082Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum framlögð drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Til kynningar staða á umsókn Laxóss um seiðaeldisstöð á Árskógssandi en fyrirhugað er að halda kynningarfund meðal íbúa á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Það nær til lóðar við Öldugötu á Árskógssandi vegna frumeldis og uppfyllingar austan ferjubryggju vegna áframeldis.
Umhverfisráð óskar eftir við upplýsingafulltrúa að kynningarfundurinn verði auglýstur vel á öllum miðlum sveitarfélagsins, íbúasíðum og meðal hagaðila Árskógssandshafnar, s.s. útgerðaraðila, rekstraraðila Hríseyjarferjunnar og siglingasviðs Vegagerðarinnar.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 5. nóvember 2021 samþykkti ráðið samhljóða að veita Mannvit framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá en lagði áherslu á að jarðvegsraski yrði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni yrði þannig að sem minnst ummerki sjáist.

Nú er búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Upsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun.

Mannvit óskar eftir staðfestingu umhverfisráðs á að mega ljúka við framkvæmdina. Gætt verður að því að fara að öllu eins varlega og hægt er og þannig að hægt sé að lagfæra að mestu, komi ekki til virkjunar.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að heimila Mannvit að ljúka við að taka prufuholur 1-7 og gæti eins og hægt er að jarðraski þannig að ummerkjum verði haldið í lágmarki.

4.Moldhaugnaháls, Hörgársveit - skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 202112029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 6. desember 2021 frá sveitarstjórn Hörgársveitar en sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum 30. nóvember 2021 að vísa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 í kynningarferli skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til breytinga á skilmálum athafnasvæðis AT-1 og afþreyingar- og ferðaþjónustusvæðis AF-2 á Moldhaugnahálsi vegna áforma um aukin umsvif á svæðinu. Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og er gerð grein fyrir fyrirhuguðu umhverfismati skipulagsáætlunarinnar í lýsingunni.

Lýsingin er send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 30. skipulagslaga nr. 123/2010 og er óskað eftir umsögn fyrir mánudaginn 3. janúar 2022.
Ef ekki berst umsögn fyrir þann tíma er litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við lýsinguna.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu.

5.Glæsibær, 2. áfangi - skipulagslýsing vegna aðal - og deiliskipulags íbúðarbyggðar

Málsnúmer 202112085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 20. desember 2021 frá sveitarstjórn Hörgársveitar en sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum 17. desember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 og vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðarhverfi í landi Glæsibæjar í kynningarferli skv. skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja 13 íbúðarlóðir á svæði sem er skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði í gildandi aðalskipulagi. Með framlagningu lýsingar hefst samráð við íbúa, aðra hagsmunaaðila og umsagnaraðila um gerð deiliskipulagsins og breytingar á aðalskipulagi.

Lýsingin eru send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað eftir umsögn eigi síðar en miðvikudaginn 12. janúar 2022.
Ef ekki berst umsögn innan þess tíma verður litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við lýsinguna.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu.

6.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfisráðs, þann 5. nóvember 2021, var tekin fyrir ósk Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Umhverfisráð samþykkti erindið og lagði til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með fundarboði fylgdu athugasemdir skipulagshöfundar deiliskipulags Lokastígsreits varðandi fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu og afgreiðslu umhverfisráðs á breytingartillögunni. Einnig liggja fyrir svör frá framkvæmdaaðila við umræddum athugasemdum.
Umhverfisráð stendur við fyrri bókun sína frá fundi sínum þann 5. nóvember sem var staðfest í sveitarstjórn þann 23. nóvember 2021 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Snæþór Arnþórsson mætti á fundinn kl. 09:00.

7.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík. Umhverfisráð bókaði eftirfarandi:
Umhverfisráð er ánægt með fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög að undanskildum gatnamótum við Svarfaðardalsveg vestari (við Árgerði) annars vegar og Karlsrauðatorg hins vegar. Umhverfisráð telur að bráðnauðsynlegt sé að á báðum þessum gatnamótum verði sett hringtorg til að auka umferðaöryggi.

Fyrir fundinum nú lá minnisblað með samanburði á hringtorgum og kross eða t-gatnamótum við Svarfaðadalsveg vestari og Karlsrauðatorg unnið af Eflu. Að mati skipulagshöfunda eru ókostir við hringtorgin mikill kostnaður og meira rask og mæla þeir með að skipulagstillagan haldi sér með fyrri tillögum að breytingum.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 17. desember 2021 þar sem hann óskar eftir að afgreiðsla frá 358. fundi umhverfisráðs sem haldinn var þann 12. júlí 2021 og á 361. fundi ráðsins þann 03. september saman ár verði tekið upp að nýju og afgreitt.

Einnig fylgdi fundarboði tölvupóstur frá Berki dagsettur 11. janúar 2022 með rökum fyrir að lóðinni sé úthlutað.
Umhverfisráð ítrekar að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið og þegar það liggur fyrir og er samþykkt þá séu nýjar lóðir auglýstar lausar til umsóknar.

Umhverfisráð leggur til að vinna verði hafin sem allra fyrst við deiliskipulagsgerðina með það að markmiði að ljúka henni á vordögum 2022.
Helga Íris vék af fundi að loknum 8. lið kl. 09:30.

9.Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir vinnuhóps um brunamál frá fjórum fundum hópsins október-desember 2021. Með fundarboði fylgdi einnig gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra. Allt gögn sem vinnuhópurinn kynnti byggðaráði á fundi ráðsins þann 6. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Framtíð og rekstur svæðisskipulags

Málsnúmer 202112107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins.

Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig:
"Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ."
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

11.Svæðisskipulagsnefnd 2021

Málsnúmer 202105116Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 8. fundi nefndarinnar þann 14. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10

Málsnúmer 2112009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  • 12.1 202112036 Umsagnarbeiðni vegna Baccalá bar frá SA339 ehf
    Tekin fyrir ósk frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir SA339 ehf á Baccalá bar, Aðalgötu 2 á Hauganesi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10 Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn vegna rekstrarleyfisins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 12.2 202112084 Breytt notkun húsnæðis - Ásvegur 3
    Tekin fyrir fyrirspurn frá Heiðdísi Gunnarsdóttur vegna leyfis fyrir aðstöðu til hundasnyrtingar í bílskúr í Ásvegi 3 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10 Byggingafulltrúi gerir ekki athugasemd við þessa breyttu notkun húsnæðisins í því umfangi sem henni er lýst.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 12.3 202007005 Ægisgata 19a - Úttekt
    Úttekt á framkvæmdum við Ægisgötu 19a á Árskógssandi.
    Samþykkt að skrá bygginguna á byggingarstig 4.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 12.4 202104029 Ægisgata 1, Árskógssandi - Úttekt
    Úttekt á framkvæmdum við Ægisgötu 1 á Árskógssandi.
    Samþykkt að skrá bygginguna á byggingarstig 4.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 12.5 201810076 Hringtún 11 - Lokaúttekt
    Lokaúttekt á íbúðinni að Hringtúni 11b á Dalvík.
    Samþykkt að skrá bygginguna á byggingarstig 7.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 12.6 202006060 Hólshús - lokaúttekt
    Lokaúttekt á frístundahúsinu Hólshús í landi Skáldalækjar Ytri.
    Samþykkt að skrá bygginguna á byggingarstig 7.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 10 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri