Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 11. október 2021, óskar Sverrir Óskar Elefsen fyrir hönd Mannvits eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá til jarðgrunnsathugunar vegna Brimnesárvirkjunar. Meðfylgjandi er verklýsing og afstöðumynd með tillögu að staðsetningu á gryfjum.Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi en leggur áherslu á að jarðvegsraski verði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni verði þannig að sem minnst ummerki sjáist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.