Endurbygging grjótgarða á Hauganesi og Árskógssandi.

Málsnúmer 202311022

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Erindi dagsett 11.desember 2024 þar sem Hrafnkell Már Stefánsson f.h. siglingasviðs Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að haugsetja efni til uppbyggingar á grjótvarnargarði á Hauganesi.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 11.desember 2024 þar sem Hrafnkell Már Stefánsson f.h. siglingasviðs Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að haugsetja efni til uppbyggingar á grjótvarnargarði á Hauganesi.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkr umsókn um leyfi til að haugsetja efni til uppbyggingar á grjótvarnargarði á Hauganesi.