Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 21.nóvember 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 10 við Hringtún til byggingar 210 m2 parhúss.
Niðurstaða : Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þar sem húsagerð á lóð nr. 10 við Hringtún er breytt úr E1 í parhús á einni hæð. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar þess að bókað erindi verði vísað til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. sé gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu."
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þar sem húsagerð á lóð nr. 10 við Hringtún er breytt úr E1 í parhús á einni hæð.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar þess að bókað erindi verði vísað til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. sé gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu.