Hamarkot 2 - umsókn um skiptingu frístundalóðar

Málsnúmer 202405085

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Erindi dagsett 14.maí 2024 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um uppskiptingu frístundalóðarinnar Hamarkots 2.
Lóðin er í dag um 3 ha og sótt er um skiptingu hennar í tvær lóðir; annars vegar í 2 ha lóð og hins vegar í 1 ha lóð.
Óskar umsækjandi eftir að fá nýrri lóð úthlutað til byggingar frístundahúss.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 31. fundur - 12.02.2025

Erindi dagsett 14.maí 2024 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um uppskiptingu frístundalóðarinnar Hamarkots 2. Lóðin er í dag um 3 ha og sótt er um skiptingu hennar í tvær lóðir; annars vegar í 2 ha lóð og hins vegar í 1 ha lóð. Óskar umsækjandi eftir að fá nýrri lóð úthlutað til byggingar frístundahúss.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.desember sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir uppskiptingu lóðar og að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins skv. erindinu. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að nýrri lóð verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.5 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 14.maí 2024 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um uppskiptingu frístundalóðarinnar Hamarkots 2. Lóðin er í dag um 3 ha og sótt er um skiptingu hennar í tvær lóðir; annars vegar í 2 ha lóð og hins vegar í 1 ha lóð. Óskar umsækjandi eftir að fá nýrri lóð úthlutað til byggingar frístundahúss.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.desember sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir uppskiptingu lóðar og að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins skv. erindinu. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að nýrri lóð verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.5 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir uppskiptingu lóðar og að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að nýrri lóð verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.5 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Hamars.
Breytingin felur í sér að lóðinni Hamarkoti 2 er skipt í tvær lóðir og á nýrri lóð er gert ráð fyrir byggingarreit ásamt aðkomuvegi.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars til samræmis við erindið með þeirri breytingu að gera skal ráð fyrir aðkomu að nýrri lóð frá núverandi götu úr suðri.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum frístundalóða nr. 1, 3, 4 og 6 í landi Hamars.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.