Skipulagsráð

31. fundur 12. febrúar 2025 kl. 14:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar bar varaformaður upp þá tillögu um að einum fundarlið yrði bætt við áður útsenda dagskrá og var það samþykkt. Umræddur fundarliður er nr. 18 í fundardagskrá.

1.Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Kynning á vegum forsvarsmanna Ocean Eco Farm ehf. um áform um uppbyggingu á Hauganesi.
Örvar Guðni Arnarson og Jón Örn Pálsson hjá Ísfélaginu ehf. sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Einnig sat Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri fundinn undir þessum lið .
Skipulagsráð fer fram á að rekstraraðili leggi fram umsókn um þau áform sem kynnt voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406092Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, unnin af Teikna teiknistofu, vegna stækkunar á íbúðarsvæði 405-ÍB sunnan Dalvíkur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Hálsá - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnistökusvæði við Hálsá lauk þann 30.janúar sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Úfærsla á vegtengingu við Ólafsfjarðarveg skal unnin í samráði við Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Karlsrauðatorg 11 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.janúar 2025 þar sem Bjarni Gunnarsson f.h. Gísla, Eiríks, Helga ehf. sækir um a) breytta skráningu húsnæðis á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg úr í búðarhúsi í gistiheimili og b) breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun á lóðinni verði breytt úr íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að skráningu einbýlishúss (F2155025) á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt í gistiheimili.
Þá samþykkir skipulagsráð að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt úr íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis / miðsvæðis.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

6.Dalvík miðsvæði - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Umræða um áform um þróun og framtíðaruppbyggingu miðbæjar á Dalvík.
Skipulagsfulltrúa falið að leita til skipulagshönnuða varðandi verð og útfærslu miðsvæðis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Hjarðarslóð - þéttingarreitur

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 21.janúar sl. var lagt til að unnið yrði deiliskipulag fyrir lóð undir raðhús við Hjarðarslóð.
Skipulagsráð samþykkir að setja áform um nýja lóð fyrir raðhús á einni hæð við Hjarðarslóð í flokk 3 á forgangslista fyrir skipulagsverkefni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Hafnarbraut 15 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202502059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.febrúar 2025 þar sem Kristján Már Þorsteinsson f.h. Erlent ehf. sækir um stækkun á byggingarreit sunnan við núverandi byggingu á lóð nr. 15 við Hafnarbraut um 33 x 12 m fyrir byggingu frystiklefa.
Stækkunin felur í sér breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 7, 11, 12, 14, 16, 18, 19B, 21, 22-24, 25 og 26 og Martröð 2, auk þess sem skriflegt samþykki allra lóðarhafa Hafnarbrautar 15 skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Skíðabraut 13-15 - umsókn um stækkun bílastæðis og stækkun á glugga

Málsnúmer 202502029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.febrúar 2025 þar sem Þorsteinn S. Benediktsson sækir um stækkun bílastæðis og garðveggs á lóð 13-15 við Skíðabraut.
Afgreiðslu frestað þar til gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Garðatröð 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202501075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13.janúar 2025 þar sem Auður Jónsdóttir sækir um frístundalóð nr. 4 við Garðatröð.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til vinnu við endurskoðun deiliskipulags svæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Hamarkot 2 - umsókn um skiptingu frístundalóðar

Málsnúmer 202405085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.maí 2024 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um uppskiptingu frístundalóðarinnar Hamarkots 2. Lóðin er í dag um 3 ha og sótt er um skiptingu hennar í tvær lóðir; annars vegar í 2 ha lóð og hins vegar í 1 ha lóð. Óskar umsækjandi eftir að fá nýrri lóð úthlutað til byggingar frístundahúss.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.desember sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir uppskiptingu lóðar og að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins skv. erindinu. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að nýrri lóð verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.5 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Staða skipulagsverkefna

Málsnúmer 202406126Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsverkefna sem eru í vinnslu og fyrirhuguð á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

13.Reglur um úthlutun lóða

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu ábending Kristins Boga Antonssonar, varamanns í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, um skilmála um fjárhagslegt hæfi umsækjenda um lóðir í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

14.Reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 202409056Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

15.Framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingamála,

Málsnúmer 202501118Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 28.janúar sl. þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til reksturs sameiginlegrar skrifstofu um skipulagsmál fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu og framtíðar svæðisskipulags svæðisins.
Óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs fyrir 1.mars nk.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmynd um sameiginlega svæðisskrifstofu fyrir skipulags- og byggingarmál í Eyjafirði. Framtíð svæðisskipulagsins helst að mati ráðsins í hendur við niðurstöðu varðandi svæðisskrifstofu.

16.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1.fundar dags.30.janúar 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

17.Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar 2025

Málsnúmer 202501117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 16.fundar, dags. 21.janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

18.Goðabraut 3 - umsókn um stækkun húss

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á áformum um hækkun húss á lóð nr. 3 við Goðabraut lauk þann 14. janúar sl.
Þrjár athugasemdir bárust.
Í ljósi innkominna athugasemda hafnar skipulagsráð fyrirhugaðri hækkun hússins skv. erindi umsækjanda. Skipulagsráð samþykkir að leyfileg hámarks aukning á mænishæð verði 1 m og leyfileg hámarks aukning á vegghæð verði 1,5 m.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Helgi Einarsson K-lista og Gunnþór Sveinbjörnsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Erindinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi