Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 10.febrúar 2025 þar sem Kristján Már Þorsteinsson f.h. Erlent ehf. sækir um stækkun á byggingarreit sunnan við núverandi byggingu á lóð nr. 15 við Hafnarbraut um 33 x 12 m fyrir byggingu frystiklefa.
Stækkunin felur í sér breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 7, 11, 12, 14, 16, 18, 19B, 21, 22-24, 25 og 26 og Martröð 2, auk þess sem skriflegt samþykki allra lóðarhafa Hafnarbrautar 15 skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.