Tekið fyrir erindi frá Svæðiskipulagi Eyjafjarðar, dagsett þann 28. janúar sl. þar sem því er velt upp hvort að sveitarfélagið sé tilbúð að láta skoða með hinum 6 sveitarfélögunum við Eyjafjörð þann kost að setja upp sameiginlega skrifstofu sem sæi um vinnslu skipulags- og byggingarmála fyrir öll sveitarfélögin við Eyjafjörð. Einnig er því velt upp hvað hvað eigi að gera við Svæðiskipulag Eyjafjarðar og nokkrir valkostir tilgreindir varðandi það.
Fram kemur að síðstu ár hefur mönnum embætta á sviði skipulags- og byggingarmála reynst nokkur áskorun fyrir sveitarfélögin. Með sameiginlegri skrifstofu mætti mögulega efla faglagt starf og minnka röskun við mannabreytingar þar sem fleiri starfsmenn væru saman að störfum.
Óskað er afgreiðslu á erindinu við fyrsta tækifæri.