Frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar; Framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingamála,

Málsnúmer 202501118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Tekið fyrir erindi frá Svæðiskipulagi Eyjafjarðar, dagsett þann 28. janúar sl. þar sem því er velt upp hvort að sveitarfélagið sé tilbúð að láta skoða með hinum 6 sveitarfélögunum við Eyjafjörð þann kost að setja upp sameiginlega skrifstofu sem sæi um vinnslu skipulags- og byggingarmála fyrir öll sveitarfélögin við Eyjafjörð. Einnig er því velt upp hvað hvað eigi að gera við Svæðiskipulag Eyjafjarðar og nokkrir valkostir tilgreindir varðandi það.

Fram kemur að síðstu ár hefur mönnum embætta á sviði skipulags- og byggingarmála reynst nokkur áskorun fyrir sveitarfélögin. Með sameiginlegri skrifstofu mætti mögulega efla faglagt starf og minnka röskun við mannabreytingar þar sem fleiri starfsmenn væru saman að störfum.

Óskað er afgreiðslu á erindinu við fyrsta tækifæri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar og umsagnar í skipulagsráði.

Skipulagsráð - 31. fundur - 12.02.2025

Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 28.janúar sl. þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til reksturs sameiginlegrar skrifstofu um skipulagsmál fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu og framtíðar svæðisskipulags svæðisins.
Óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs fyrir 1.mars nk.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmynd um sameiginlega svæðisskrifstofu fyrir skipulags- og byggingarmál í Eyjafirði. Framtíð svæðisskipulagsins helst að mati ráðsins í hendur við niðurstöðu varðandi svæðisskrifstofu.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 28.janúar sl. þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til reksturs sameiginlegrar skrifstofu um skipulagsmál fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu og framtíðar svæðisskipulags svæðisins.
Óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs fyrir 1.mars nk.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmynd um sameiginlega svæðisskrifstofu fyrir skipulags- og byggingarmál í Eyjafirði. Framtíð svæðisskipulagsins helst að mati ráðsins í hendur við niðurstöðu varðandi svæðisskrifstofu.
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur jákvætt í hugmynd um sameiginlega svæðisskrifstofu fyrir skipulags- og byggingarmál í Eyjafirði. Framtíð svæðisskipulagsins helst að mati sveitarstjórnar í hendur við niðurstöðu varðandi svæðisskrifstofu.