Karlsrauðatorg 11 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501131

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 31. fundur - 12.02.2025

Erindi dagsett 27.janúar 2025 þar sem Bjarni Gunnarsson f.h. Gísla, Eiríks, Helga ehf. sækir um a) breytta skráningu húsnæðis á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg úr í búðarhúsi í gistiheimili og b) breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun á lóðinni verði breytt úr íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að skráningu einbýlishúss (F2155025) á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt í gistiheimili.
Þá samþykkir skipulagsráð að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt úr íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis / miðsvæðis.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 27.janúar 2025 þar sem Bjarni Gunnarsson f.h. Gísla, Eiríks, Helga ehf. sækir um a) breytta skráningu húsnæðis á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg úr í búðarhúsi í gistiheimili og b) breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun á lóðinni verði breytt úr íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að skráningu einbýlishúss (F2155025) á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt í gistiheimili.
Þá samþykkir skipulagsráð að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt úr íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis / miðsvæðis.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að skráningu einbýlishúss (F2155025) á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt í gistiheimili.
Þá samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt úr íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis / miðsvæðis.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.