Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 31. fundur - 12.02.2025

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18.febrúar sl. var samþykkt að kynna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir stækkun íbúðarsvæðis 706-ÍB á Árskógssandi.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.