Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.