Sveinsstaðir - umsókn um byggingu sólstofu

Málsnúmer 202406108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 20.júní 2024 þar sem Signý Dröfn Arnardóttir og Sigurður Heimisson sækja um leyfi til byggingar sólstofu við frístundahús á lóðinni Sveinsstöðum í Svarfaðardal.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum á Þverá og Steindyrum í Svarfaðardal.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 20.júní 2024 þar sem Signý Dröfn Arnardóttir og Sigurður Heimisson sækja um leyfi til byggingar sólstofu við frístundahús á lóðinni Sveinsstöðum í Svarfaðardal. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum á Þverá og Steindyrum í Svarfaðardal. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir þá tillögu að áformin um byggingu sólstofu við frístundahús á lóðinni Sveinsstöðum í Svarfaðardal verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum á Þverá og Steindyrum í Svarfaðardal.