Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Dalvíkurbyggð - endurskoðun 2024

Málsnúmer 202408005

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 23. fundur - 07.08.2024

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld og þjónustu byggingarfulltrúa í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 7.ágúst sl.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð ásamt samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til byggðaráðs til staðfestingar.

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð ásamt samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagða gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til byggðaráðs til staðfestingar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að breytingum á Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Varðandi tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir árið 2025 þá mun byggðaráð fjalla um allar tillögur að gjaldskrá 2025 á einum og sama fundi.