Laxós - breyting á aðalskipulagi vegna vatnsöflunar

Málsnúmer 202406093

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.