Laxós - breyting á aðalskipulagi vegna vatnsöflunar

Málsnúmer 202406093

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um vatnstökusvæði á áreyrum Þorvaldsdalsár og vatnslagnar að lóð nr. 31 við Öldugötu á Árskógssandi lauk þann 10.mars sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Mílu, Rarik, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku, Vegagerðinni og Fiskistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögu á vinnslustigi í samræmi við innkomnar umsagnir og í samvinnu við skipulagsáðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um vatnstökusvæði á áreyrum Þorvaldsdalsár og vatnslagnar að lóð nr. 31 við Öldugötu á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 33f.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um vatnstökusvæði á áreyrum Þorvaldsdalsár og vatnslagnar að lóð nr. 31 við Öldugötu á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem lagði fram eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.