Skipulagsráð

33. fundur 09. apríl 2025 kl. 14:00 - 16:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að einum fundarlið yrði bætt við áður útsenda dagskrá og var það samþykkt. Umræddur liður er nr. 24 í fundardagskrá.

1.Laxós - umsókn um úthlutun lands og breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202504008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28.mars 2025 þar sem Laxós ehf. sækir um úthlutun á 14,5 ha landsvæði norðan við Hauganes fyrir uppbyggingu á stórseiða- og matfiskastöðvum fyrir laxeldi.
Samhliða er óskað eftir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir framkvæmdina.
Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún heimili umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umræddu landsvæði verði úthlutað til Laxóss ehf. án undangenginnar auglýsingar og að loknum skipulagsbreytingum, í samræmi við gr. 6.4 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Laxós - breyting á aðalskipulagi vegna vatnsöflunar

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um vatnstökusvæði á áreyrum Þorvaldsdalsár og vatnslagnar að lóð nr. 31 við Öldugötu á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Þéttingarreitir innan Dalvíkur

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu áforma um stofnun lóða fyrir íbúðarhús við Karlsbraut 4 og 14 á Dalvík lauk þann 20.febrúar sl.
Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum við efni athugasemda.
Skipulagsráð samþykkir að lóðir fyrir íbúðarhús verði stofnaðar við Karlsbraut 4 og 14 á Dalvík til samræmis við framlögð lóðablöð. Setja skal skilmála um bindandi byggingarlínur og hæðir húsa í lóðablöð.
Þá samþykkir skipulagsráð framlögð drög að svörum við efni athugasemda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Dalvíkurlína 2 - stígur meðfram lagnaleið - breyting á legu frá Hrísum að Dalvík

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu tillaga framkvæmdasviðs um að legu göngu- og hjólastígs sem fyrirhugað er að leggja ofan á vinnuslóða Landsnets í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2 verði breytt á kaflanum frá Hrísum að Dalvíkurbæ.
Lagt er til að stígur verði lagður a)til norðurs eftir hitaveitulögn um Hrísahöfða og yfir Svarfaðardalsá samsíða hitaveitustokki eða b)til norðurs að Hríshöfða og þaðan eftir vegslóða vestur yfir Svarfaðardalsá.
Umrædd breyting kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Hesthúsasvæði Ytra-Holti - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409139Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi byggingarnefndar nýrrar reiðhallar Hrings hestamannafélags, dags. 3.janúar 2025, þar sem óskað er eftir því að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir hesthúsabyggð ásamt reiðhöll á svæði þar sem núverandi starfsemi Hrings er staðsett.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið skv. 40.- 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Ægisgata 31 Árskógssandi - fyrirspurn um uppbyggingaráform

Málsnúmer 202504020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3.apríl 2025 þar sem Karl Sigfússon f.h. Hellings ehf. leggur fram tillögu að uppbyggingu ferðaþjónustu á lóð nr. 31 við Ægisgötu á Árskógssandi.
Jafnframt er óskað eftir vilyrði fyrir úthlutun á lóðum nr. 29 við Ægisgötu og 26 við Öldugötu fyrir umrædda uppbyggingu.
Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið og jafnframt að lóðum nr. 29 við Ægisgötu og 26 við Öldugötu verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.4 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð, að loknum skipulagsbreytingum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl. Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu:
- Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum.
- Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti.
- Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir.
- A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Hamar lóð 3 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202503031Vakta málsnúmer

Gera þarf breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars á þann veg að byggingarreitur á lóð A3 (Grásteinn, landnúmer L151924) er stækkaður um 7 m til norðurs í norðvesturhorni lóðarinnar til samræmis við staðsetningu núverandi bygginga á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Laxós - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsrannsóknir við Hauganes

Málsnúmer 202504017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3.apríl 2025 þar sem Laxós ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsrannsóknum á svæði norðan Hauganess þar sem áform eru um framtíðaruppbyggingu á laxeldi.
Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér gröft á átta gryfjum til þess að meta jarðlög, legu grunnvatns og dýpi á fastan botn.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Norðurorka - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnstöku og hitaveitulögn

Málsnúmer 202503147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.apríl 2025 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar frá Ytri Haga að Birnunesborgum, auk uppdælingar borvatns úr Selá.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Losun úrgangs í Friðlandi Svarfdæla

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, dags. 15.júní 2023, þar sem tilkynnt er um að rekstur losunarstaðar fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla stangist á við reglur um svæðið. Stofnunin fer fram á að umræddum losunarstað verði lokað og starfseminni fundin önnur staðsetning.
Skipulagsráð leggur til að starfseminni verði fundin tímabundin staðsetning í aflagðri námu við Hringsholt. Framtíðarstaðsetningu á losunarstað er vísað til yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Árskógssandur - fyrirspurn um afgirt hundasvæði

Málsnúmer 202409086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16.september 2024 þar sem Sigrún Ágústa Erlingsdóttir leggur fram fyrirspurn um afgirt hundasvæði á Árskógssandi. Erindið var lagt fyrir umhverfis- og dreifbýlisráð þann 23.september 2024 og óskaði ráðið eftir samvinnu við skipulagsráð um mögulega staðsetningu á afgirtu svæði fyrir hunda.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögur að svæði fyrir lausagöngu hunda á Árskógssandi í samvinnu við verkefnastjóra þvert á svið stjórnsýslu- og framkvæmda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Árskógssandur - fyrirspurn um hjóla- og göngustíg

Málsnúmer 202504007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28.mars 2025 þar sem Guðlaug Kristbjörg Jónsdóttir leggur fram fyrirspurn um gerð hjóla- og göngustígs frá Árskógssandi að gatnamótum Ólafsfjarðarvegar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til yfirstandandi vinnu við hönnun á göngu- og hjólastíg meðfram Dalvíkurlínu 2.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Dalvíkurlína 2 - stígur meðfram lagnaleið - fyrirspurn um reiðveg

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16.mars 2025 þar sem Hestamannafélagið Hringur skorar á Dalvíkurbyggð að fyrirhugaður göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu 2 verði jafnframt skilgreindur sem reiðvegur.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við stígahönnuð og Vegagerðina um hvort forsendur séu fyrir því að stígurinn verði skilgreindur sem reiðvegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Sandskeið - umgengni og ásýnd svæðisins

Málsnúmer 202504021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.apríl 2025 þar sem Gunnþór E. Sveinbjörnsson leggur til að gerðar verði úrbætur í umgengni og ásýnd svæðisins við Sandskeið á Dalvík.
Skipulagsráð vísar erindinu til vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sandskeið. Skipulagsráð óskar eftir því að sveitarstjórn ræði ásýnd svæðisins og næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202107059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13.mars 2025 þar sem sveitarfélagið Skagafjörður óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2045.
Umsagnarfrestur er veittur til 25.apríl nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 202409056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá þann 12.febrúar sl.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð og felur skipulagsfulltrúa að leggja fram endanlega tillögu á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202504019Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Erindi til umhverfis- og dreifbýlisnefndar Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202502057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.febrúar 2025 þar sem verkefnastjórar LOFTUM, fræðsluverkefnis í umhverfis- og loftslagsmálum á vegum Þekkingarnets Þingeyinga og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, óska eftir að fá að kynna verkefnið fyrir fulltrúum í skipulagsráði.
Skipulagsráð leggur til að verkefnið verði kynnt sameiginlega fyrir fulltrúum í skipulags- og umhverfis- og dreifbýlisráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

20.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2.fundar dags. 28.mars 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Vatnstankur við Upsa - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202504027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Höllu Daggar Káradóttur f.h. veitna Dalvíkurbyggðar um stækkun lóðar undir vatnstank í landi Upsa.
Stækkunin felur í sér breytingu á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa og breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landbúnaðarsvæði L1 er breytt í iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa til samræmis við erindið þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi