Erindi til umhverfis- og dreifbýlisnefndar Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202502057

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 30. fundur - 07.03.2025

Þekkingarnet Þingeyinga og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hafa frá árinu 2022 unnið að stóru fræðsluverkefni í umhverfis- og loftlagsmálum sem kallast LOFTUM. Undanfarið hefur fræðsluefni LOFTUM verið gert rafrænt og því vilja verkefnastjórar verkefnisins fá að kynna fyrir kjörnum fulltrúum LOFTUM og Rafræna skólann og ræða aðferðir til að koma verkefninu á framfæri meðal starfsfólks sveitarfélagsins og kjörinna fulltrúa.
Fulltrúar LOFTUM sáu sér ekki fært að mæta á þennan fund ráðsins, en stefnt er að kynningu frá þeim á næsta fundi.
Frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Erindi dagsett 10.febrúar 2025 þar sem verkefnastjórar LOFTUM, fræðsluverkefnis í umhverfis- og loftslagsmálum á vegum Þekkingarnets Þingeyinga og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, óska eftir að fá að kynna verkefnið fyrir fulltrúum í skipulagsráði.
Skipulagsráð leggur til að verkefnið verði kynnt sameiginlega fyrir fulltrúum í skipulags- og umhverfis- og dreifbýlisráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 31. fundur - 11.04.2025

Hilmar kom inn á fundinn í fjarfundi kl 9:15.
Hilmar Valur Gunnarsson frá Þekkingarneti Þingeyinga kom inn á fundinn í fjarfundi og kynnti LOFTUM skólann fyrir meðlimum ráðsins.
Hilmar fór af fundinum kl 9:30.