Umhverfis- og dreifbýlisráð

31. fundur 11. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
  • Óðinn Steinsson
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að fá að bæta máli 202502057 á dagskrána og var það samþykkt.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið.

2.Framkvæmdir 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Til umræðu staða á framkvæmdum ársins.

3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2024

Málsnúmer 202502030Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samantekt og greining á kostnaði við snjómokstur og hálkuvarnir unnin af deildarstjóra og sveitarstjóra.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar starfsmönnum fyrir samantektina og verktaka fyrir góð viðbrögð. Ráðið telur að samantektin sýni að kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir í Dalvíkurbyggð sé ekki óeðlilega hár í samanburði við önnur nærliggjandi sveitarfélög. Skýringar á hækkun milli ára má rekja til umhleypinga í veðri, fækkun snjósöfnunarstaða í þéttbýli og kröfu um hátt þjónustustig.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vill vekja athygli á því að í viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalvíkurbyggð segir að sveitarfélagið greiði ekki fyrir snjómokstur sem til hefur verið stofnað án samþykkis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Sandskeið - umgengni og ásýnd svæðisins

Málsnúmer 202504021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnþóri Sveinbjörnssyni dagsett 4. apríl 2025 þar sem hann óskar eftir að tekið verði á umgengni við Sandskeið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir erindið. Ráðið felur deildarstjóra að halda áfram hreinsunarátaki á þessu svæði og fá Heilbrigðiseftirlitið og Byggingafulltrúa til að taka þátt. Lagt er til að komið verði á samstarfi við Hringrás um förgun á brotajárni og að sérstök áhersla verði lögð á umhverfið við Sandskeið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Fjallgirðingamál 2025

Málsnúmer 202504028Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á fjallgirðingum og hvaða viðhald á að fara í núna í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink

Málsnúmer 202503118Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur 22.03.2025 frá Bjarmalandi - félagi atvinnumanna í ref og mink. Félagið er með það markmið að samræma stefnu sveitarfélaga um veiðar og greiðslur vegna þeirra.
Lagt fram til kynningar.

7.Netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði.

Málsnúmer 202503121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Fiskistofu, dagsett 13. mars 2025, sem sent er á alla eigendur sjávarjarða við Eyjafjörð. Stofnunin hefur hug á að setja á bann við netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði til ársins 2029 til að vernda bleikjustofna á vatnasvæðum í firðinum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað bann við netaveiði göngusilungs í sjó.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Hilmar kom inn á fundinn í fjarfundi kl 9:15.

8.Erindi til umhverfis- og dreifbýlisnefndar Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202502057Vakta málsnúmer

Hilmar Valur Gunnarsson frá Þekkingarneti Þingeyinga kom inn á fundinn í fjarfundi og kynnti LOFTUM skólann fyrir meðlimum ráðsins.
Hilmar fór af fundinum kl 9:30.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
  • Óðinn Steinsson
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar