Netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði.

Málsnúmer 202503121

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 31. fundur - 11.04.2025

Tekið fyrir erindi frá Fiskistofu, dagsett 13. mars 2025, sem sent er á alla eigendur sjávarjarða við Eyjafjörð. Stofnunin hefur hug á að setja á bann við netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði til ársins 2029 til að vernda bleikjustofna á vatnasvæðum í firðinum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað bann við netaveiði göngusilungs í sjó.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 31.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Fiskistofu, dagsett 13. mars 2025, sem sent er á alla eigendur sjávarjarða við Eyjafjörð. Stofnunin hefur hug á að setja á bann við netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði til ársins 2029 til að vernda bleikjustofna á vatnasvæðum í firðinum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað bann við netaveiði göngusilungs í sjó. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað bann við netaveiði göngusilungs í sjó.