Fjallgirðingamál 2025

Málsnúmer 202504028

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 31. fundur - 11.04.2025

Farið yfir stöðu á fjallgirðingum og hvaða viðhald á að fara í núna í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 31.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á fjallgirðingum og hvaða viðhald á að fara í núna í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði.