Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4.apríl 2025 þar sem Gunnþór E. Sveinbjörnsson leggur til að gerðar verði úrbætur í umgengni og ásýnd svæðisins við Sandskeið á Dalvík.
Skipulagsráð vísar erindinu til vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sandskeið. Skipulagsráð óskar eftir því að sveitarstjórn ræði ásýnd svæðisins og næstu skref. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 31.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Gunnþóri Sveinbjörnssyni dagsett 4. apríl 2025 þar sem hann óskar eftir að tekið verði á umgengni við Sandskeið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir erindið. Ráðið felur deildarstjóra að halda áfram hreinsunarátaki á þessu svæði og fá Heilbrigðiseftirlitið og Byggingafulltrúa til að taka þátt. Lagt er til að komið verði á samstarfi við Hringrás um förgun á brotajárni og að sérstök áhersla verði lögð á umhverfið við Sandskeið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.