Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1136. fundur - 09.01.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:41.

Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál skv. samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun 2025.

Halla Dögg, Helga Íris og María viku af fundi kl. 14:42.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 28. fundur - 10.01.2025

Farið yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 144. fundur - 05.02.2025

Sveitarstjóri og veitustjóri fóru yfir fjárfestingar og framkvæmdir ársins 2025.
Sveitarstjóri og veitustjóri fóru yfir þær fjárfestingar sem eru á Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar árin 2025-2028, á höfnum og á veitum.
Lagt fram til kynningar.
Halla Dögg Káradóttir vék af fundi kl. 10:30

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 29. fundur - 07.02.2025

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins og kynningarefni frá opnum fundi með verktökum í janúar.

Veitu- og hafnaráð - 145. fundur - 05.03.2025

Veitustjóri fer yfir stöðu verkefna.
Veitustjóra er falið að fara yfir verkefnalista hitaveitunnar, og meta hvort hægt sé að ráðast í öll verkefni á þessu ári, og þá hvort hægt sé að fresta hluta af verkefnum, eins og t.d. nýju dæluhúsi á Hamri og nýta frekar fjármuni í að klára að setja djúpdælu á Birnunesborgir, svo hægt sé í framhaldinu að fá gögn um hvað holan getur gefið af sér.
Samþykkt með 3 atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 30. fundur - 07.03.2025

Farið yfir stöðu á helstu framkvæmdaverkefnum ársins.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir því að Skipulagsráð flýti vinnu við deiliskipulag Sandskeiðs þar sem framkvæmdir við götuna eru á framkvæmdaáætlun ársins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 146. fundur - 02.04.2025

Farið yfir fjárfestingar og framkvæmdir veitna og hafna á fundinum.
Veitustjóri og yfirhafnarvörður fara yfir stöðu framkvæmda.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 31. fundur - 11.04.2025

Til umræðu staða á framkvæmdum ársins.

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Veitustjóri fer yfir stöðu framkvæmda veitna.
Veitustjóri og yfirhafnavörður fóru yfir stöðu á fjárfestingum og framkvæmdum ársins.

Lagt fram til kynningar.
Helgi Einarsson vék af fundi kl. 10:24