Umhverfis- og dreifbýlisráð

29. fundur 07. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Fyrir fundinn óskaði formaður eftir því að fá að bæta málum 202502036 og 202502037 á dagskrá. Það var samþykkt samhljóða.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir lokastöðu þeirra málaflokka er heyra undir ráðið fyrir árið 2024.

2.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins og kynningarefni frá opnum fundi með verktökum í janúar.

3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2024

Málsnúmer 202502030Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samantekt á kostnaði við snjómokstur og hálkuvarnir árin 2022, 2023 og 2024. Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir árið 2024 var kr. 62.079.573 eða kr. 33.960 á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Kostnaður við snjómokstur jákst um 60% milli áranna 2023 og 2024 og um 14% milli áranna 2022 og 2023. Að einhverju leiti má rekja aukinn kostnað til umhelypinga í veðri sem kalla á meiri hálkuvarnir og meiri akstur á snjó úr götum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum og athuga hvort breyta þurfi verklagi eða lækka þjónustustig. Deildarstjóra er einnig falið að setja saman frétt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem farið er yfir helstu kostnaðartölur undanfarinna ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umhirða opinna svæða - Útboð og gerð þjónustusamnings 2025

Málsnúmer 202501030Vakta málsnúmer

Farið yfir lokadrög að verðkönnun vegna umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð. Búið var að breyta uppsetningu verðkönnunargagnanna frá fyrri fundi og endurmeta stærð umhirðusvæðanna og flokkun þeirra.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að verðkönnun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202501029Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrstu drög að uppfærlsu á eldri Umferðaröryggisáætlun. Taka þarf afstöðu til þess hvernig áfram verði unnið að uppfærslunni.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að leitað verði álits íbúa á umferðaröryggismálum með könnun á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig verði gönguleiðir skólabarna kannaðar aftur. Niðurstöður úr þessum könnunum verði svo nýttar við uppfærslu á áætluninni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um framlag úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar

Málsnúmer 202502031Vakta málsnúmer

Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum í Styrkvegasjóð. Umsóknarfrestur er til 7. mars nk.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að sækja um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir viðhaldi og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fyrir fundinn óskaði formaður eftir því að fá að bæta við málum 202502036 og 202502037 og var það samþykkt samhljóða.

7.Opnað fyrir umsóknir um framlag til vatnsveitu á lögbýlum

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Matvælastofnun auglýsir eftir umsóknum um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Óskað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna 2025

Málsnúmer 202502037Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna matvælaráðuneytisins sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Frestur til að senda inn ábendingar er til 5. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar