Snjómokstur og hálkuvarnir 2024

Málsnúmer 202502030

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 29. fundur - 07.02.2025

Fyrir fundinum lá samantekt á kostnaði við snjómokstur og hálkuvarnir árin 2022, 2023 og 2024. Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir árið 2024 var kr. 62.079.573 eða kr. 33.960 á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Kostnaður við snjómokstur jákst um 60% milli áranna 2023 og 2024 og um 14% milli áranna 2022 og 2023. Að einhverju leiti má rekja aukinn kostnað til umhelypinga í veðri sem kalla á meiri hálkuvarnir og meiri akstur á snjó úr götum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum og athuga hvort breyta þurfi verklagi eða lækka þjónustustig. Deildarstjóra er einnig falið að setja saman frétt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem farið er yfir helstu kostnaðartölur undanfarinna ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 29.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum lá samantekt á kostnaði við snjómokstur og hálkuvarnir árin 2022, 2023 og 2024. Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir árið 2024 var kr. 62.079.573 eða kr. 33.960 á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Kostnaður við snjómokstur jákst um 60% milli áranna 2023 og 2024 og um 14% milli áranna 2022 og 2023. Að einhverju leiti má rekja aukinn kostnað til umhelypinga í veðri sem kalla á meiri hálkuvarnir og meiri akstur á snjó úr götum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum og athuga hvort breyta þurfi verklagi eða lækka þjónustustig. Deildarstjóra er einnig falið að setja saman frétt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem farið er yfir helstu kostnaðartölur undanfarinna ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tóku:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og sveitarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fá upplýsingar frá Fjallabyggð, Akureyri og Grýtubakkahrepp varðandi kostnað við snjómokstur og hálkuvarnir síðastliðin fimm ár til að bera saman við kostnað Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn óskar eftir því við verktaka að skila til umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs greinargerð vegna kostnaðarauka og tillögur að verklagi sem geti verið báðum samningsaðilum hagfellt án skerðingar á þjónustustigi.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.