Umhverfis- og dreifbýlisráð

28. fundur 10. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson sá sér ekki fært að mæta og Anna Kristín Guðmundsdóttir í sat fundinn í stað hans.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka er heyra undir ráðið.

2.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhirða opinna svæða - Útboð og gerð þjónustusamnings 2025

Málsnúmer 202501030Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að verðkönnunargögnum. Deildarstjóra er faið að uppfæra gögnin fyrir næsta fund ráðsins samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202501029Vakta málsnúmer

Til umræðu uppfærsla á Umferðaröryggisáætlun, en eldri áætlun var unnin árið 2017.
Umhverfis- og dreifbýlisráð er sammála um að mikilvægt sé að uppfæra Umferðaröryggisáætlunina. Ráðið felur Deildarstjóra að uppfæra eldri áætlun eins og hægt er fyrir næsta fund. Umhverfis- og dreifbýlisráð hyggst senda drög að uppærðri áætlun til umsagnar í önnur ráð sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem fór fram 5. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins

Málsnúmer 202412092Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27. desember 2025, þar sem vakin er athygli á því að ráðuneytið vinni að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi.
Ráðuneytið væntir þess að fljótlega í byrjun árs 2025 verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Þá vill ráðuneytið hvetja alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar