Ósk um stækkun lóðar - Jóabúð, Hauganesi

Málsnúmer 202202038

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Júlíus kom aftur inn á fundinn kl. 08:46.
Tekið fyrir erindi frá Gunnari Antoni Jóhannssyni, dagsett 21. janúar 2022 þar sem sótt er um stækkun á lóð við Jóabúð á Hauganesi um 3 metra til norðurs og 3 metra til vesturs. Uppdráttur fylgir umsókn.
Umhverfisráð vísar erindinu til vinnu við deiliskipulag Hauganess sem er í auglýsingarferli.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 22.febrúar 2024 þar sem Gunnar Njáll Gunnarsson leggur fram fyrirspurn um afgreiðslu á umsókn um stækkun lóðarinnar Jóabúðar á Hauganesi. Sótt var um stækkun lóðarinnar í janúar 2022. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfisráðs þann 10.febrúar 2022 og afgreiðslu vísað til vinnu við deiliskipulag Hauganess sem þá var í ferli.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarleigusamning fyrir lóðina til samræmis við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Lögð fram ný umsókn um stækkun lóðarinnar Jóabúðar á Hauganesi.
Sótt er um stækkun um 4 m til norðurs og 2 m til austurs.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandvík auk Ektabaða ehf.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram ný umsókn um stækkun lóðarinnar Jóabúðar á Hauganesi. Sótt er um stækkun um 4 m til norðurs og 2 m til austurs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandvík auk Ektabaða ehf. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandvík auk Ektabaða ehf.