Leyfi fyrir sumarhúsi í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202306068

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Tekin fyrir umsókn frá Þuríði Jónu Jóhannsdóttur um leyfi til þess að byggja sumarhús í landi Kóngsstaða.
Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegna þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsóknina til afgreiðslu.
Skipulagsráð bendir á að byggingareitur samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd er innan við 50 metra frá Skíðadalsá en samkvæmt 5.3.2.14.gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 skal utan þéttbýlis ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra. Skipulagsráð óskar eftir því að umsækjandi skili inn uppfærðum gögnum í samræmi við ofangreinda reglugerð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 22. fundur - 28.06.2024

Lögð fram uppfærð afstöðumynd af fyrirhuguðu sumarhúsi á lóðinni Rikkubæ í landi Kóngsstaða til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 8. nóvember 2023. Málið varðar umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Kóngsstaða.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð afstöðumynd af fyrirhuguðu sumarhúsi á lóðinni Rikkubæ í landi Kóngsstaða til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 8. nóvember 2023. Málið varðar umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Kóngsstaða. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Kóngsstaða.