Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5. júní 2024 þar sem Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson sækir um stækkun bílgeymslu á lóðinni Árgerði (L152225) á Árskógssandi . Til stendur að breikka bílgeymsluna til austurs um 2 m. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Niðurstaða:Að mati skipulagsráðs er ekki þörf á að grenndarkynna áformin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að ekki er talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar og afgreiðslu byggingarfulltrúa í kjölfarið. "
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar og afgreiðslu byggingarfulltrúa í kjölfarið.