Sjávarstígur 2 - staða mála varðandi framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202411052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Farið yfir stöðu mála varðandi umsókn Ocean Eco Farm ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir jarðsjó á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi. Komið hefur í ljós að umsækjandi hefur nú þegar hafið framkvæmdina án heimildar sveitarfélagsins.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í ferli með lögfræðingi sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.