Umsókn um lóðir fyrir hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 202411011

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 4.nóvember 2024 þar sem InstaVolt Iceland ehf. leggur fram umsókn um lóðir fyrir hraðhleðslustöðvar í Dalvíkurbyggð.
Óskað er eftir heimild til að setja upp sex stöðvar í þremur áföngum, þ.e. tvær hleðslustöðvar í hverjum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um aðra staðsetningarkosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.