Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 249. fundur - 13.05.2020

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á vinnu við skólalóð Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 281. fundur - 12.04.2023

Umræða um skólalóð Dalvíkurskóla. Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dags. 10.04.2023.
Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að vísa málinu til skipulagsráð Dalvíkurbyggðar og leggur til að svæðið í kringum Dalvíkurskóla fari í deiliskipulag og að skólalóð Dalvíkurskóla verði kláruð eins og gert var ráð fyrir samkvæmt teikningu.
Grunnskólafólk, fór af fundi kl. 10:45

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Umræðum um deiliskipulag skólalóðar Dalvíkurskóla var vísað til skipulagsráðs á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023
Skipulagsráð bendir á að hönnun lóðar Dalvíkurskóla er ekki sett fram í deiliskipulagi og heyrir því ekki undir ráðið.
Skipulagsráð vísar deiliskipulagsvinnu á skólasvæði Dalvíkur á forgangslista skipulagsráðs.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Umræðum um deiliskipulag skólalóðar Dalvíkurskóla var vísað til skipulagsráðs á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023. Niðurstaða: Skipulagsráð bendir á að hönnun lóðar Dalvíkurskóla er ekki sett fram í deiliskipulagi og heyrir því ekki undir ráðið.
Skipulagsráð vísar deiliskipulagsvinnu á skólasvæði Dalvíkur á forgangslista skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um deiliskipulag skólalóðar Dalvíkurskóla verði sett á forgangslista.

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Umræða um skólalóð Dalvíkurskóla og næstu skref.
Fræðsluráð tekur málið inn í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.

Fræðsluráð - 297. fundur - 25.09.2024

Málið tekið til umræðu
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að búa til vinnuhóp um skólalóðir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Í honum sitja sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, skólastjóri Dalvíkurskóla,fulltrúi úr fræðsluráði og deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar.
Grunnskólafólk fór af fundi kl. 09:50

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 297. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Málið tekið til umræðu
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að búa til vinnuhóp um skólalóðir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Í honum sitja sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, skólastjóri Dalvíkurskóla,fulltrúi úr fræðsluráði og deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að eftirfarandi skipi vinnuhópinn vegna skólalóðar Dalvíkurskóla:
Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, skólastjóri Dalvíkurskóla, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar sem og fulltrúi úr fræðsluráði og skipulagsráði .

Helgi Einarsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var samþykkt að fulltrúi úr skipulagsráði verði tilnefndur til setu í vinnuhópi vegna skólalóðar Dalvíkurskóla.
Skipulagsráð samþykkir að tilnefna Önnu Kristínu Guðmundsdóttur sem fulltrúa ráðsins í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.