Fræðsluráð

249. fundur 13. maí 2020 kl. 08:00 - 09:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti, Gréta Arngrímsdóttir, fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, Bjarni Jóhann Valdimarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Bjarney Anna Sigfúsdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Erla Hrönn Sigurðardóttir, áheyrnafulltrúi foreldra á Krílakoti.

1.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Ágústa Krístín Bjarnadóttir, staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs fóru yfir þriggja mánaða frávikagreiningu fyrir fjárhagsárið 2020.
Lagt fram til kynningar

2.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Ágústa Kristín Bjarnadóttir, staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti og Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, fóru yfir stöðuna varðandi starfsmannamál fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar

3.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu og næstu skref við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

4.Mat á starfs - og fjárhagsáætlun - umræður

Málsnúmer 202005045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

5.Niðurstöður samræmdra prófa

Málsnúmer 201905008Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9.bekk nú í vor.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir góða kynningu á niðurstöðum.

6.Niðurstöður úr Olweusarkönnun - eineltiskönnun

Málsnúmer 202005030Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður úr Olweusarkönnun - eineltiskönnun sem tekin var í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð óskar eftir greinagerð og umbótaáætlun í innramatsskýrslu sem verður lögð fyrir ráðið í júní.

7.Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á vinnu við skólalóð Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar

8.Umsókn í endurmenntunarsjóð grunnskóla

Málsnúmer 201903032Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um 500.000 kr. styrk, sem kom frá Endurmenntunarsjóði Grunnskóla, til að efla teymiskennslu og breytta kennsluhætti í anda Menntunar til framtíðar.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð lýsir ánægju með styrkveitinguna og hlakkar til að fylgjast með þróun teymiskennslu í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202005029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs