Til kynningar á stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýjan vatnstank í landi Upsa.
Í gildi er eignayfirlýsing Dalvíkurbyggðar á landi Upsa, en landið er ekki þinglýst eign Dalvíkurbyggðar. Til þess að sýslumaður geti þinglýst landinu sem eign Dalvíkurbyggðar þarf að liggja fyrir uppruni/vottorð á því hvernig Dalvíkurbyggð eignaðist landið, en það er forsenda að hægt sé að stofna lóð/lóðir á svæðinu í fasteignaskrá HMS og fá þær afmarkaðar. Í framhaldi er hægt að skrá fleiri vatnsveitumannvirki á svæðið.
Í gildi er deiliskipulag sem staðfest var í Stjórnartíðindum B dags. 3. maí 2012. Í íbúakosningu árið 2012 var samþykkt að ógilda deiliskipulagið, en ekki hefur orðið að því ennþá.
Árið 2012 voru 1366 á kjörskrá í íbúakosningunni og greiddu 675 atkvæði eða 49%. Já sögðu 207 en nei sögðu 450. Auðir seðlar voru 17 og 1 ógildur Bæjarstjórn hafði sett þau mörk að kosningin yrði bindandi ef 66% íbúanna tæki þátt.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.