Veitu- og hafnaráð

138. fundur 02. október 2024 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigvaldi Gunnlaugsson boðaði forföll.

1.Vatnstankur við Upsa

Málsnúmer 202309045Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Faglausn um verkefnið, eignarhald er komið á hreint, vantar uppmælingu veitulóðar svo hægt sé að skrá merkjalýsingu.

Veitustjóri fór yfir stöðu á verkefninu og greindi frá því að gert er ráð fyrir því að verkið fari í útboð um áramót.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um heimlögn við Birnunes

Málsnúmer 202407040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Kjartani Gústafssyni um heimlögn að nýju húsi í Birnunesi.
Frestað.

3.Færsla á inntaki

Málsnúmer 202409122Vakta málsnúmer

Ósk eftir endurnýjun og færslu inntaks.
Benedikt Snær Magnússon lýsir yfir vanhæfi við umræðu og afgreiðslu þessa máls.

Málinu frestað þar sem fundur er ólögmætur þar sem einungis tveir fulltrúar sitja fundinn.

Frestað.

4.Endurnýjun dælulagnar

Málsnúmer 202409123Vakta málsnúmer

Endurnýjun dælulagnar vegna ítrekaðra bilana á vatnslögn sem liggur frá kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás. Endurnýja á lögnina vegna ítrekaðra leka/bilana og það er brýn nauðsyn að endurnýja hana sem fyrst.

Veitustjóri upplýsti um verkefnið, búið er að sækja um framkvæmdaleyfi þegar það liggur fyrir verður hafist handa.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara endurnýjun á kalda vatnslögn frá Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás.

5.Framtíðasýn - Hauganes

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Veitustjóri fór yfir minnispunkta vegna framtíðarsýnar fráveitu á Hauganesi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í hreinsun og myndun á stofnlögnum og heimlögnum á fráveitu á Hauganesi. Veitustjóra er falið að útbúa viðauka og leggja fyrir byggðaráð. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2025

Málsnúmer 202409039Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að Starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs árið 2025 og einnig drög að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun.
Veitu- og hafna fór yfir framlögð drög og lagði fram breytingar. Sveitarstjóra og veitustjóra er falið að uppfæra áætlanir í samræmi við þau verkefni sem sett voru niður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Farið var yfir gjaldskrá Hafnasjóðs og Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Haldinn verður aukafundur til þess að fara yfir gjaldskrár.

Frestað.

8.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Frestað.

9.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 202401067Vakta málsnúmer

Sjá bókun undir 10.tl. fundarins, veitu- og hafnaráð 138.fundur.

10.Hafnasambandsþing 2024 - skráning

Málsnúmer 202409104Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur boðun á 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands ásamt upplýsingum um fjölda fulltrúa á þinginu.
Dalvíkurbyggð á 4 fulltrúa á þinginu.

Mikilvægt er að hafnirnar skrái sína fulltrúa fyrir 15. október nk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á þinginu verði: Sigmar Örn Harðarsson, Benedikt Snær Magnússon, Björgvin Páll Hauksson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202401133Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands af 465.fundi þann 9.september sl. til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

12.Eineltisamfélagsgerð

Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs hóf máls á vandamálum tengdu einelti og ofbeldi.Niðurstaða:Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð. "

Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku:

Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun félagsmálaráðs.

Veitu- og hafnaráð tekur undir bókun félagsmálaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri