Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer
Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs hóf máls á vandamálum tengdu einelti og ofbeldi.Niðurstaða:Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð. "
Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun félagsmálaráðs.