Endurnýjun dælulagnar

Málsnúmer 202409123

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 138. fundur - 02.10.2024

Endurnýjun dælulagnar vegna ítrekaðra bilana á vatnslögn sem liggur frá kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás. Endurnýja á lögnina vegna ítrekaðra leka/bilana og það er brýn nauðsyn að endurnýja hana sem fyrst.

Veitustjóri upplýsti um verkefnið, búið er að sækja um framkvæmdaleyfi þegar það liggur fyrir verður hafist handa.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara endurnýjun á kalda vatnslögn frá Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 138. fundi veitu- og hafnaráðs þann 2. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Endurnýjun dælulagnar vegna ítrekaðra bilana á vatnslögn sem liggur frá kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás. Endurnýja á lögnina vegna ítrekaðra leka/bilana og það er brýn nauðsyn að endurnýja hana sem fyrst. Veitustjóri upplýsti um verkefnið, búið er að sækja um framkvæmdaleyfi þegar það liggur fyrir verður hafist handa.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara endurnýjun á kalda vatnslögn frá Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að farið verði í að endurnýja kalda vatnslögn frá Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás. Vísað á lið 11503-44200 í fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2024.