Framtíðasýn - Hauganes

Málsnúmer 202409121

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 138. fundur - 02.10.2024

Veitustjóri fór yfir minnispunkta vegna framtíðarsýnar fráveitu á Hauganesi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í hreinsun og myndun á stofnlögnum og heimlögnum á fráveitu á Hauganesi. Veitustjóra er falið að útbúa viðauka og leggja fyrir byggðaráð. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 140. fundur - 06.11.2024

Verið er að leggja lokahönd á myndun lagna. Eftirvinnsla er ekki hafin en ljóst er að endurnýja þarf hluta fráveitu og fjarlægja fyrirstöður í lögnum þar sem tengingar hafi verið settar inn á stofna með það í huga að fyrirhugað er að fara í uppbyggingu á svæðinu.
Frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 141. fundur - 20.11.2024

Farið yfir stöðu fráveitu á Hauganesi.
Veitustjóri fer yfir stöðu fráveitumála á Hauganesi. Búið er að ástandskoða allar fráveitulagnir og meta ástand þeirra. Ónýtar lagnir verða endurnýjaðar.