Veitu- og hafnaráð

141. fundur 20. nóvember 2024 kl. 08:15 - 10:04 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Halla Dögg Káradóttir Veitustjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði starfandi formaður eftir leyfi til að bæta einu máli á dagskrá, mál 202411005, liður 9 og var það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

1.Dreifibréf í hús, fráveita

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Hvað má EKKI fara í klósettið
Veitu-og hafnaráð leggur til að farið verði í almennt auglýsingaátak veitna. Veitustjóra er falið að vinna málið með upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Til er efni á netsíðu klosettvinir.is
Benedikt Snær Magnússon lýsir yfir vanhæfi undir þessum lið og vék af fundi kl. 08:37

2.Færsla á inntaki, Öldugata 2, 620 Dalvík

Málsnúmer 202409122Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina með fjórum greiddum atkvæðum.
Benedikt Snær Magnússon kemur aftur inn á fund kl. 08:44

3.Endurnýjun og færsla inntaka, Miðkot, 621 Dalvík

Málsnúmer 202410041Vakta málsnúmer

Sótt hefur verið um niðurrif á hluta húss sem er ónýtur (Miðkot), í framhaldi þarf að færa inntak fyrir heitt vatn.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um færslu inntaks.

4.Umsókn um heimlögn,Brekkusel, 620 Dalvík

Málsnúmer 202410087Vakta málsnúmer

Umsókn um heimlagnir heitt/kalt og fráveitu við nýtt aðstöðuhús við Brekkusel. Verið er að skoða bestu lausnir lagnaleiðar. Tillaga er að leið er í máli.
Veitu- og hafnaráð samþykkir heimlagnir með 5 greiddum atkvæðum og vill jafnframt að samkomulag verði gert við Skíðafélagið um eignarhald veitna á lögnum að Brekkuseli.

5.Umsókn um heimlögn, Bjarney Jóhannsdóttir

Málsnúmer 202407019Vakta málsnúmer

Umsókn um inntök í sumarbústað vestan við Ólafsfjarðarveg, nærri Bessastöðum, á ræktunarlandi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknir um heimlagnir og rotþró samkvæmt núgildandi gjaldskrám með fimm atkvæðum.

6.Framtíðasýn - Hauganes

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu fráveitu á Hauganesi.
Veitustjóri fer yfir stöðu fráveitumála á Hauganesi. Búið er að ástandskoða allar fráveitulagnir og meta ástand þeirra. Ónýtar lagnir verða endurnýjaðar.

7.Umsókn um heimlögn Hringsholt, 621 Dalvík_Þorsteinn Egilsson

Málsnúmer 202411072Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir umsókn með fimm greiddum atkvæðum og felur veitustjóra að athuga með hliðtengingu á lögn.

8.Umsókn um heimlögn, Syðra Holt, 621 Dalvík

Málsnúmer 202410089Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir umsókn með fimm greiddum atkvæðum.

9.Útrás hreinsistövar á Hauganesi

Málsnúmer 202411005Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að framlengja útrás hreinsistöðvar á Hauganesi út í sjó.

Fundi slitið - kl. 10:04.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Halla Dögg Káradóttir Veitustjóri