Umsókn um heimlögn, Bjarney Jóhannsdóttir

Málsnúmer 202407019

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 140. fundur - 06.11.2024

Umsókn lögð inn vegna vatns-, hita- og fráveitutengingar (þróar). Lagnaleið er mjög löng. Sumarhúsið er gamalt og 22m2. Veitustjóri leggur til að verði komið til móts við umsóknaraðila um kostnað vegna fjarlægðar dreiflagna.
Frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 141. fundur - 20.11.2024

Umsókn um inntök í sumarbústað vestan við Ólafsfjarðarveg, nærri Bessastöðum, á ræktunarlandi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknir um heimlagnir og rotþró samkvæmt núgildandi gjaldskrám með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

"Umsókn um inntök í sumarbústað vestan við Ólafsfjarðarveg, nærri Bessastöðum, á ræktunarlandi.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknir um heimlagnir og rotþró samkvæmt núgildandi gjaldskrám með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.