Hafnasambandsþing 2024 - skráning

Málsnúmer 202409104

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 138. fundur - 02.10.2024

Fyrir fundinum liggur boðun á 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands ásamt upplýsingum um fjölda fulltrúa á þinginu.
Dalvíkurbyggð á 4 fulltrúa á þinginu.

Mikilvægt er að hafnirnar skrái sína fulltrúa fyrir 15. október nk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á þinginu verði: Sigmar Örn Harðarsson, Benedikt Snær Magnússon, Björgvin Páll Hauksson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 138. fundi veitu- og hafnaráðs þann 2. október sl. vare eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur boðun á 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands ásamt upplýsingum um fjölda fulltrúa á þinginu. Dalvíkurbyggð á 4 fulltrúa á þinginu.
Mikilvægt er að hafnirnar skrái sína fulltrúa fyrir 15. október nk.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á þinginu verði: Sigmar Örn Harðarsson, Benedikt Snær Magnússon, Björgvin Páll Hauksson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sveitarstjóri / hafnastjóri og yfirhafnavörður sæki þingið ásamt formanni og varaformanni veitu- og hafnaráðs.
Kostnaði vísað á lið 41210-4965.