Málsnúmer 202208084Vakta málsnúmer
Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með erindi, dagsett 17. ágúst 2022, er tekið fyrir frá Ólafi Pálma Agnarssyni þar sem hann vill kanna áhuga á viðræðum um að sinna þeim verkefnum sem snúa að meindýravörnum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð þakkar Ólafi Pálma Agnarssyni fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að útbúa vinnuferla varðandi eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu. Ráðið telur að ekki sé þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 354.fundi sveitarstjórnar þann 17.janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að ekki sé metin þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar.