Á 104. fundi menningarráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Heiðnýju Stefánsdóttur dags. 02.04.2024.Niðurstaða:Málinu er vísað inn í Byggðaráð þar sem að umsóknaraðili er ekki með lögheimili í Dalvíkurbyggð og samræmist það ekki reglum Menningarsjóðs. Lagt er til við Byggðaráð að taka jákvætt í erindið þar sem að Menningarráð telur að um menningarverðmæti sé að ræða."
Á fundi menningarráðs þann 3. maí og 22. ágúst sl. var tekið fyrir erindi frá Heiðný Helgu Stefánsdóttur, dagsett þann 2. apríl sl., þar sem sótt er um fjárhagslegan menningarstyrk í Dalvíkurbyggð í sambandi við varðveislu og lýsingu á útilistarverki JS Brimars, verk sem unnið var á Marúlfshúsinu í Dalvikurbyggð. Virða megi fyrir sér afraksturinn utan á nýklæddum útivegg á Marúlfshúsinu.
Á fundi menningarráðs í maí var málinu frestað og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að afla frekari upplýsinga um málið. Áætlaður kostnaður skv. upplýsingum frá bréfritara er kr. 575.297. Í erindi og/eða viðbótarupplýsingum kemur ekki fram hvort að verkefni hafði hlotið styrki frá öðrum.