Frá BPO Innheimta ehf; Innheimtuþjónusta- fundur og samskipti

Málsnúmer 202302002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Tekið fyrir erindi frá BPO innheimtu, dagsett þann 14. maí sl., þar sem Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri, óskar eftir fundi með byggðaráði þar sem hægt er að fara yfir þann árangur sem hefur náðst með öðrum sveitarfélögum í innheimtumálum sem eru að nýta sér þjónustu BPO Innheimtu. Á fundinum verður kynntur sá ávinningur sem hlýst af því að færa þjónustuna til BPO Innheimtu fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.
Byggðaráð þakkar erindið en Dalvíkurbyggð er í samstarfi við Motus um innheimtuþjónustu samkvæmt samningi þar um og breytingar eru ekki fyrirhugaðar þar á á þessu ári.
Þegar endurskoðun á innheimtumálum sveitarfélagsins fara á dagskrá þá yrði ferlið þannig að starfsmenn fjármála- og stjórnsýslusviðs óska eftir kynningu frá fyrirtækjum sem bjóða upp á innheimtulausnir. Í framhaldinu yrði gerður samanburður á þeim atriðum sem liggja til grundvallar mati og tillaga lögð fyrir byggðaráð og sveitarstjórn.