Byggðaráð

1108. fundur 23. maí 2024 kl. 13:15 - 16:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag, hafna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15.

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs."

Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar.

Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Málefni Flugklasans Air 66N - ósk um fund

Málsnúmer 202405054Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasan, kl. 13:43.

Samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. maí sl., óskar Hjalti Páll eftir fund með sveitartjóra og/eða fulltrúm sveitarstjórnar til að ræða um málefni Flugklasans. Fundarefni er framhald á samtali um málefni Flugklasans og framtíð hans - óformlegt spjall til að taka stöðuna og hlera sjónarmið sveitarfélagsins.

Hjalti Páll vék af fundi kl. 14:19.
Byggðaráð þakkar Hjalta Páli fyrir komuna og kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

3.Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:20.

Á 278. fundi félagsmálaráðs þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hver staðan væri á verkefninu og hugsanlegum næstu skrefum. Niðurstaða:Félagsmálaráð lýsir ánægju með framvindu verkefnisins Gott að eldast í Dalvíkurbyggð og sér fram á ótal tækifæri með aukinni þjónustu fyrir aldraða og önnur sem nýta þjónustuna. Félagsmálaráð vonast til að hægt verði að koma verkefninu af stað sem fyrst. "

Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir ofangreindu verkefni og stöðu mála.

Eyrún vék af fundi kl. 14:52.
Lagt fram til kynningar.

4.Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52.

Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu.Niðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að koma með ítarlegri útfærslu á næsta fund. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Minnisblað dagsett þann 22. maí 2024.
Drög að starfslýsingu fyrir starf Íþróttafulltrúa.
Drög að starfslýsingu fyrir starf Æskulýðs- og tengsla fulltrúa.

Gísli vék af fundi kl. 15:11.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu með liðsinni frá starfs- og kjaranefnd.

5.Frá slökkviliðsstjóra; Ósk um viðauka vegna reykköfunarkúta

Málsnúmer 202405083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 14. maí 2024, þar sem sóakð er eftir viðauka vegna endurnýjunar á reykköfunarkútum.
Keyptir voru 8 nýjir kútar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun 2024.
Óskað er eftir kr. 982.000 viðauka á fjárhagsáætlun 2024, deild 07210, lykil 2810.

Lagt fram til kynningar.

6.Ósk um aðra framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 202405086Vakta málsnúmer

Tekið minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 15. maí 2024, þar sem fram kemur að fyrir liggur beiðni frá G. Hjámarsson hf. um framlengingu á þjónustusamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi. Samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára; 2020 - 2023. Í annarri grein þjónustusamningsins er gefin heimild til framlengingar á samningstímanum um tvö ár með samþykki beggja aðila, en bara til eins árs í senn. Búið er að framlengja samninginn um eitt ár. Deildarstjóri sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja þjónustusamninginn um annað ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða eð 3 atkvæðum að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi á milli G. Hjálmarssonar hf. og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur um eitt ár skv. ákvæðum í gildandi samningi.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Umsókn um styrk vegna viðhalds á troðara

Málsnúmer 202405112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 14. maí sl., þar sem óskað er eftir kr. 2.000.000 styrk frá sveitarfélaginu vegna viðhalds á snjótroðara, kostnaður er áætlaður kr. 3.000.000. Um er að ræða endurnýjun vegna slita á fræsara aftan í troðaranum, þar er að segja tennurnar í keflunum og frágangsmottum. Fram kemur að Skíðafélagið stendur nokkuð vel eftir veturinn en vissulega væri ákaflega gott að fá mótframlag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Dalvíkurbyggð og Skíðafélag Dalvíkur gerðu nýlega með sér styrktarsamning um uppbyggingu á skíðasvæðinu sem og samkvæmt styrktarsamningi ársins 2024 eru rekstrarframlög til Skíðafélagsins hækkuð þó nokkuð frá fyrra ári.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/dalvikurbyggd-styrkir-skidafelag-dalvikur
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 1055. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs,og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:20. Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þann 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022. Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar." Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026 er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna húsnæðismála Slökkviliðs Dalvíkur. Vinnuhópurinn kom saman í morgun og gerðu sviðsstjóri, slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri grein fyrir fundinum. Einnig fylgir fundarboði byggðaráðs: a)Minnisblað dagsett þann 20. september sl. þar sem sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með forstjóra HSN varðandi hugmyndir um að Slökkviliðið myndi hafa makaskipti við Fasteignir ríkisins og þar með vera í sama húsnæði og sjúkrabílar HSN. Byggt yrði við húsið og öll aðstaða tekin í gegn. b)Minnisblað dagsett þann 14. desember sl., um fund vinnuhópsins. c)Rafpóstur sveitarstjóra til forstjóra HSN, dagsettur þann 10. janúar 2023. Vilhelm Anton vék af fundi kl. 13:41Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

9.Samstarfsverkefni í kjölfar kynningar; Leigufélagið Bríet

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS. Helgi Haukur kynnti starfsemi félagsins. https://briet.is/ Helgi Haukur vék af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir viðræðum við Leigufélagið Bríet ehf. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjórar Bríetar ehf., þar sem meðfylgjandi er vinnulisti með ferli á yfirtöku eigna frá sveitarfélaginu ásamt excel skjali sem óskað er eftir að sveitarfélagið fylli inn í .Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreint excel skjal þar sem starfsmenn sveitarfélagsins hafa sett inn upplýsingar um þær 9 íbúðir sem eru eigu Félagslegra íbúða sveitarfélagsins, málaflokkur 57.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundarboð 2024; Veiðifélag Svarfaðardalsár.

Málsnúmer 202405088Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram til kynningar ákvörðun stjórnar Veiðifélags Svarfaðardalsár að gerð verði atkvæðaskrá fyrir félagið. Bréfið kallar ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu þar sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar er formlega valinn hverju sinni og fer þá með atkvæðisrétt sveitarfélagins og umboð til að sitja fundi félagsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosinn verði fulltrúi og annar til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið.

Á 365.fundi sveitarstjórnar þann 23.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tók: Monika Margrét Stefánsdóttir sem leggur til að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um kosningu á fulltrúa sveitarfélagsins og öðrum til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið.


Undir máli 202401109 var jafnframt bókað á fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl.
a) Fulltrúar á fundi Veiðfélags Svarfaðardalsár.

Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið:

Kristinn Bogi Antonsson, aðalmaður.
Freyr Antonsson, til vara.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundum Veiðifélags Svarfaðardalsár og Freyr Antonsson verði til vara út kjörtímabilið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðalfundarboð frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár. Um er að ræða framhaldsaðalfund sem verður haldinn að Rimum þriðjudaginn 28. maí nk. kl. 20.

Lagt fram til kynningar og sveitarstjóri mun undirrita umboð fyrir fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

11.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Aðalfundur 2024

Málsnúmer 202405023Vakta málsnúmer

Á 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðalfundarboð frá Markaðsstofu Norðurlands vegna aðalfundar fimmtudaginn 30. maí nk. kl. 13: Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey.Niðurstaða:Lagt fram tilkynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 16. maí sl., þar sem minnt er á að skráning á fundinn stendur yfir.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá SSNE; Samningur um áfangastofu; SSNE og MN

Málsnúmer 202405110Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. mai 2024, þar sem fram kemur að á 63. fundi stjórnar SSNE voru lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi SSNE og MN. Samningurinn er til eins árs í samræmi við samning SSNE og SSNV við Ferðamálastofu um rekstur Áfangastaðastofu Norðurlands en að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi. Jafnframt voru lögð fram drög að samningi SSNE við sveitarfélögin á Norðurlandi eystra um framlög til reksturs MN. Stjórn bókaði eftirfarandi undir þessum lið: Stjórn samþykkir framlögð drög og felur framkvæmdastjóra að skrifa undir þjónustusamninginn fyrir hönd SSNE og senda drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til sveitarfélaganna til umfjöllunar.

Meðfylgjandi eru drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til umfjöllunar sveitarfélagsins, auk afrita af fyrrnefndum samningum SSNE annars vegar við Ferðamálastofu og hins vegar við Markaðsstofu Norðurlands.

Í meðfylgjandi samningsdrögum í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og SSNE varðandi Áfangastofu Norðurlands þá er samningstíminn 1. janúar - 31. desember 2024. Markaðsstofa Norðurlands starfar sem Áfangastofa Norðurlands í umboði SSNE og SSNV. Gjaldið er kr. 500 á íbúa miðað við íbúafjölda 1. desember árið 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Frá SSNE; Ársþing SSNE 18. - 19. apríl 2024

Málsnúmer 202403118Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir frá SSNE rafpóstur dagsettur þann 21. mars sl. þar sem boðað er til ársþings SSNE 18. - 19. apríl nk. Þingið er opið öllum þó aðeins þingfulltrúar hafi rétt til greiðslu atkvæða og SSNE hvetur allt sveitarstjórnarfólk í landshlutanum til að mæta. Ársþingið verður haldið á Sel - Hótel Mývatn í Þingeyjarsveit. Meðfylgjandi er einnig dagskrá þingsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarobði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Þinggerð ársþings SSNE frá 18. 0g 19. apríl 2024.
Framlög til rektrar SSNE fyrir árin 2024-2027.
Árgjald Dalvíkurbyggðar er kr. 4.682.193 fyrir árið 2024 skv. tillögu um lækkun framlaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá SSNE; Fundargerðir SSNE 2024

Málsnúmer 202401075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 30. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:28.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs