Frá SSNE; Samningur um áfangastofu; SSNE og MN

Málsnúmer 202405110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. mai 2024, þar sem fram kemur að á 63. fundi stjórnar SSNE voru lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi SSNE og MN. Samningurinn er til eins árs í samræmi við samning SSNE og SSNV við Ferðamálastofu um rekstur Áfangastaðastofu Norðurlands en að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi. Jafnframt voru lögð fram drög að samningi SSNE við sveitarfélögin á Norðurlandi eystra um framlög til reksturs MN. Stjórn bókaði eftirfarandi undir þessum lið: Stjórn samþykkir framlögð drög og felur framkvæmdastjóra að skrifa undir þjónustusamninginn fyrir hönd SSNE og senda drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til sveitarfélaganna til umfjöllunar.

Meðfylgjandi eru drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til umfjöllunar sveitarfélagsins, auk afrita af fyrrnefndum samningum SSNE annars vegar við Ferðamálastofu og hins vegar við Markaðsstofu Norðurlands.

Í meðfylgjandi samningsdrögum í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og SSNE varðandi Áfangastofu Norðurlands þá er samningstíminn 1. janúar - 31. desember 2024. Markaðsstofa Norðurlands starfar sem Áfangastofa Norðurlands í umboði SSNE og SSNV. Gjaldið er kr. 500 á íbúa miðað við íbúafjölda 1. desember árið 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. mai 2024, þar sem fram kemur að á 63. fundi stjórnar SSNE voru lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi SSNE og MN. Samningurinn er til eins árs í samræmi við samning SSNE og SSNV við Ferðamálastofu um rekstur Áfangastaðastofu Norðurlands en að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi. Jafnframt voru lögð fram drög að samningi SSNE við sveitarfélögin á Norðurlandi eystra um framlög til reksturs MN. Stjórn bókaði eftirfarandi undir þessum lið: Stjórn samþykkir framlögð drög og felur framkvæmdastjóra að skrifa undir þjónustusamninginn fyrir hönd SSNE og senda drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til sveitarfélaganna til umfjöllunar. Meðfylgjandi eru drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til umfjöllunar sveitarfélagsins, auk afrita af fyrrnefndum samningum SSNE annars vegar við Ferðamálastofu og hins vegar við Markaðsstofu Norðurlands. Í meðfylgjandi samningsdrögum í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og SSNE varðandi Áfangastofu Norðurlands þá er samningstíminn 1. janúar - 31. desember 2024. Markaðsstofa Norðurlands starfar sem Áfangastofa Norðurlands í umboði SSNE og SSNV. Gjaldið er kr. 500 á íbúa miðað við íbúafjölda 1. desember árið 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við SSNE um Áfangastofu fyrir samningstímann 1. janúar - 31. desember 2024.