Aðalfundarboð 2024; Veiðifélag Svarfaðardalsár.

Málsnúmer 202405088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram til kynningar ákvörðun stjórnar Veiðifélags Svarfaðardalsár að gerð verði atkvæðaskrá fyrir félagið. Bréfið kallar ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu þar sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar er formlega valinn hverju sinni og fer þá með atkvæðisrétt sveitarfélagins og umboð til að sitja fundi félagsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosinn verði fulltrúi og annar til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið.

Á 365.fundi sveitarstjórnar þann 23.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tók: Monika Margrét Stefánsdóttir sem leggur til að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um kosningu á fulltrúa sveitarfélagsins og öðrum til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið.


Undir máli 202401109 var jafnframt bókað á fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl.
a) Fulltrúar á fundi Veiðfélags Svarfaðardalsár.

Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið:

Kristinn Bogi Antonsson, aðalmaður.
Freyr Antonsson, til vara.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundum Veiðifélags Svarfaðardalsár og Freyr Antonsson verði til vara út kjörtímabilið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðalfundarboð frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár. Um er að ræða framhaldsaðalfund sem verður haldinn að Rimum þriðjudaginn 28. maí nk. kl. 20.

Lagt fram til kynningar og sveitarstjóri mun undirrita umboð fyrir fulltrúa Dalvíkurbyggðar.